Vélaslitvörn Pro-Line 1L.

- Vörunúmer: LM5197

7.595 kr


Vélaslitvörn Pro-Line 1L.

Vélaslitvörn er smurþeyta, byggð á mólýbdendísúlfíði (MoS2) í jarðolíu. Varan myndar afar álagsþolna smurfilmu á öllum núnings- og renniflötum. Þetta veldur minnkuðu viðnámi og gerir allan gang vélbúnaðar mýkri og eykur hagkvæmni. Varan hefur verið prófuð á vélum með afgastúrbínum og hvarfakútum, með góðum árangri.

  • Hentar til notkunar með öllum smurolíum á markaði
  • Má nota með fíngerðum síum
  • Engar útfellingar
  • Stöðugt við hátt hitastig
  • Dregur úr sliti við tilkeyrslu og almenna notkun véla
  • Dregur úr smurolíu- og eldsneytisnotkun
  • Mýkir gang véla
  • Minnkuð hætta á tjóni í neyðarkeyrslu véla

Bætt í smurolíur bensín- og díselvéla í fólksbílum, öðrum farartækjum, vinnuvélum, landbúnaðartækjum, pressum og dælum. Hentar til notkunar með öllum smurolíum á markaði.

Innihald nægir til íblöndunar í allt að 25 lítra af smurolíu. Bæta má vörunni í olíuna hvenær sem er.

Athugið: Notið ekki í farartækjum/vélum með votri kúplingu!

ProLine línan frá Liqui Moly er einungis ætlað til notkunar á verkstæðum af þeim sem hafa þekkingu á efninu.

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss

Tæknilýsing

Grunnefni
MoS2-jarðolía
Litur / útlit
Svart
Eðlismassi við 20°C
0,9 g/ml DIN 51757
Kornastærð MoS2
0,3 µm
Seigja við 40°C
95 mPas
Blossamark
201°C
Stilling hf.