Vélahreinsir

- Vörunúmer: LM5200

6.595 kr


Vélahreinsir

Í brunahólfum bensínvéla er að finna blöndu eldsneytis og lofts og eftir bruna einnig hálfbrunnar eldsneytisleifar. Stærstur hluti þeirra berst brott með útblæstri en lítill hluti í smurolíuna. Hálfbrunnið eldsneyti leysist illa í olíu og myndar skán eða sora á málmfleti í olíunni. Súrefni og nitur og hátt hitastig, sem er til staðar, ýta undir myndun efnasambanda sem verða að óleysanlegum útfellingum í olíunni. Í dísilvélum bætist brennisteinn við. Hann umbreytist í brennisteinsdíoxíð og -tríoxíð sem síðan verða að brennisteinssýru við bruna eldsneytisins. Þessi efnasambönd safnast í byrjun umhverfis stimpilhringi ásamt sóti og hálfbrunnum eldsneytisleifum og draga þar strax úr virkni vélarinnar. Síðar berast þau niður í sveifarhúsið þar sem þau valda fyrst tæringu og sliti og mynda loks útfellingar. Liqui Moly Mótorhreinsir er afar virk blanda olíuleysanlegra hreinsiefna og hitaþolinna dreifiefna sem fjarlægja eldsneytisleifar úr vél og sveifarhúsi.

Eiginleikar:

  • Dregur úr útfellingum
  • Fjarlægir svartan olíusora
  • Hreinsar síur og rennslisrásir olíunnar
  • Einfalt í notkun
  • Kemur í veg fyrir dýrar viðgerðir
  • Hagkvæmt í notkun
  • Tryggir fullnægjandi smurningu véla
  • Hindrar uppsöfnun eldsneytisleifa

Ætlað á allar bensín- og dísilvélar

Leiðbeiningar:

300 ml flaska nægir á vélar með allt að 5 lítra af smurolíu. Þegar efninu hefur verið bætt í olíuna er ekið 100-300 km. Forðist þó mikla hröðun. Skiptið um olíu og olíusíu. Sé um mikil óhreinindi að ræða, gæti reynst nauðsynlegt að endurtaka aðgerðina og hreinsa olíusíu í sveifarhúsi. Nota má Mótorhreinsi fyrir hver olíuskipti.

Athugið: Hentar ekki fyrir vélhjól með votri kúplingu.

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss

Tæknilýsing

Byggt á:
Bætiefni og burðarvökvi
Litur/útlit:
Brúnn
Lykt:
Einkennandi
Blossamark:
63°C
Rennslismark:
-35°C
Seigja við 40°C:
20 mm2/s
Eðlismassi við15°C:
0,865 g/cm³
Stilling hf.