Steinvörn grá 1l fyrir byssu

- Vörunúmer: LM6106

4.007 kr


Steinvörn grá 1l fyrir byssu

Steinvörnin frá Liqui Moly er steinvörn í úðaformi byggt á synthetískum efnum sem mynda fíngerða húð. Þegar húðin hefur þornað að þá hefur hún mjög góða viðloðunareiginleika á bæði húðuðum og máluðum flötum. Eiginleikar steinvarnarinnar eru góðar tæringarvarnir, góð vörn gegn núningi og mjög góð vörn gegn grjótkasti á vegum. Steinvörnin þornar fljótt og hægt er að mála yfir hana eftir u.þ.b. 10 mínútur.

  • Úðinn dreifist vel yfir stórt svæði
  • Hægt að mála yfir fljótlega
  • Hátt UV viðnám
  • Má mála yfir þegar úðinn er blautur
  • Ónæmt fyrir leysiefnum (þegar það er alveg þurrt)
  • PVC samhæft
  • Eftir þurrkun er mjög auðvelt að slípa flötinn
  • Framúrskarandi vörn gegn grjótkasti

Steinvörnin er notuð á yfirborð bílsins, á sílsana, á vindskeið, á fram og aftur stuðara ásamt undirvagni sem vörn gegn grjótkasti.

Mikilvægt er að þrífa yfirborð fyrir notkun og fjarlægja ryð. Yfirborðið verður að vera hreint og laust við vax, ryk og óhreinindi.

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager) Nei
Bíldshöfði 10 Nei
Akureyri
Hafnarfjörður Nei
Selfoss Nei

Stilling hf.