Grunnur fyrir rúðulím

- Vörunúmer: LM6182

5.866 kr


Grunnur fyrir rúðulím

Viðloðunargrunnur er fjölvirkt efni sem einnig má nota við glerjun með pólýúreþani. Um er að ræða efni sem eykur viðloðun glers, keramikprents, og málningarefna, og má nota með öllum PUR lím- og þéttiefnum. Viðloðunargrunnur virkjar einnig PUR efni, PUR grunnlökk og RIM lökk.

Eiginleikar:

  • Fullnægir kröfum framleiðenda farartækja (UV vörn og öldrun)
  • Mjög mikið þol gagnvart UV-geislun
  • Hröð viðloðunaraukning
  • Límir á eldri PUR límleifar
  • límir á PUR grunnlökk
  • Límir á RIM málningarefni
  • Límir á alla algenga málningu og lökk
  • Límir gler og keramikprent

Notagildi: Notað sem viðloðunarefni og UV vernd á límefni fyrir beina glerjun. Einnig sem viðloðunarefni fyrir PUR lökk (t.d. Volkswagen), viðloðunarefni fyrir eldri PUR límleifar og RIM lökk (t.d. Opel).

Notkun: Áður en Viðloðunargrunnurinn er borinn á, skal tryggja að límflötur sé hreinn og laus við feiti. Mælt er með hreinsun límflata með Liquiclean 1599 eða hreinsi og þynni, bæði boddímegin og á gleri eða keramikprentuðum flötum. Viðbótarhreinsun með Liqui Moly Window Cleaner Foam er nauðsynleg til að fjarlægja öll óhreinindi.

Hristið kröftuglega fyrir notkun (a.m.k. í 45 sek eftir að blöndunarkúlur fara hreyfast frjálst).

Athugið: Þessi vara er viðkvæm gagnvart raka. Leifum í glösum og 30 ml flöskum skal farga eftir fyrstu notkun. 100 ml flöskum sem hafa verið opnaðar, skal loka svo fljótt sem unnt er, og getur innihald þá geymst í allt að 3 daga.

Magn 100ml

Stilling hf.