Forté Valve Cleaner er sérstaklega þróað hreinsiefni til að hreinsa göng inntakslofts bensínvéla með beina innsprautun (DI) og með óbeina innsprautun (IDI) þar sem því er úðað inn meðan vélin er í gangi. Efnið fjarlægir brunaóhreinindi og koksútfellingar sem EGR og sveifarhúsloftunin hafa valdið og óhreinka inntaks loftgöngin, inntaksventlana og brunaholin. Þessar útfellingar auka tregðu inntaksloftsins og trufla þannig lofthviflamyndun sem nauðsynleg er fyrir góða eldsneytisloftblöndun. Verri eldsneytisloftblöndun, miskveiking og ófullkominn bruni valda orkutapi.
Forté Valve Cleaner er notað reglulega við sérhverja þjónustuskoðun véla sem hafa tilhneygingu til að safna óhreiningum í inntaksloftsgöngin eða útfellingum á inntaksventlana.
Notkun Forté Valve Cleaner hefur engin óhagstæð áhrif á afgashreinsibúnað véla né hvarfakúta.
Notkun: Látið vélina ná vinnuhitastigi. Úðið efninu inn í sogtengingu á greininni í 2-4 sekúndur við 3.500 min-1. Þessi sogtenging þarf að vera sem næst miðju inntaksgreinarinnar svo efnið komist í öll loftgöngin og til ventlanna. Úðið Forté Valve Cleaner með hléum og bíðið þess að vélin sýni viðbrögð.
Ef ganghraði vélarinnar breytist verulega skal úða minna magni og gera lengri hlé þar til vélin gengur eðlilega á ný. Sundurteknir íhlutir EGR búnaðar og sveifarhússloftunar má þrífa með Forté Valve Cleaner.
Einn úðabrúsi með Forté Valve Cleaner er nægilegur fyrir eina meðferð. Ef um sérlega mikil óhreinindi er að ræða gæti þurft að endurtaka meðferðina.
ATH: Forté Valve Cleaner getur skemmt málaða fleti
Skrár |
|
FO09211 Vörulýsing |