Notendaskilmálar 1.01

Með því að opna og nota vefsetrið www.varahlutir.is er litið svo á að þú hafir samþykkt skilmála þessa ásamt eftirfarandi skilyrðum. Sért þú ekki sammála þessum skilyrðum vinsamlega ekki nota vefsetrið.

Upplýsingar sem koma fram á vefsíðunni eru hugsaðar til afnota fyrir einstaklinga eða lögaðila vegna kaupa á varahlutum. Samkeppnisaðilum er óheimilt að hagnýta sér vefsíðuna og litið á það sem ólögmæta viðskiptahætti. Upplýsingar sem koma fram á vefsíðunni eru háðar eignar- og afnotarétti Stillingar hf. og er óheimilt að safna eða hagnýta sér upplýsingarnar á annan hátt en til kaupa á varahlutum án skriflegs leyfis Stillingar hf. Komi í ljós að upplýsingarnar hafi verið hagnýttar í leyfisleysi áskilur Stilling hf. sér rétt til þess að hafa uppi kröfur án frekari fyrirvara.

Stilling hf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir og breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án sérstaks fyrirvara.

Verð á vefsíðunni geta breyst án fyrirvara. Uppgefin verð eru með virðisaukaskatt

Skilaréttur er 14 dagar og verður varan að vera ónotuð og skilað í góðu lagi og vera í söluhæfu ástandi.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða er móttaka vöru á sér stað. Skilmálar þessi taka gildi þann 30. desember 2010.

Prenta skilmála

Stilling hf.