Þurrkar kertaþræði og kveikjukerfi, úðinn eyðir raka og skilur eftir vörn sem tryggir fullkomna gangsetningu jafnvel í mjög röku umhverfi.
Notkunarleiðbeiningar: Drepið á vélinni. Gætið þess að úða ekki á lúna eða trosnaða rafkapla eða þræði, því það getur valdið íkviknun. Úðið innan í kveikjulok, á rafgeymatengi, kerti, háspennukefli, kertaþræði og aðrar leiðslur.
Látið þorna áður en vélin er gangsett.
INNIHALD: Alifatísk efni eimuð úr jarðolíu, 2-butoxy-1-etanol, naftenísk jarðolíublanda og koldíoxíð.