Bearin Seal pakkdósaþéttir

Frá Gunk - Vörunúmer: GUM1616

1.773 kr


Pakkdósaþéttir

Frábært bætiefni í olíu sem mýkir pakkdósir og pakkningar sem farnar eru að rýrna vegna mikils hita eða slits. Pakkdósaþéttirinn er 100% jarðolíuefni, sem má blandast öllum olíum. Efnið stíflar hvorki olíusíur né olíurásir í vélinni.<br>

Eiginleikar:

  • Stöðvar leka í vélapakkdósum (fremri og aftari höfuðlegum)
  • Kemur í veg fyrir olíuleka.
  • Hentar öllum gerðum véla bæði bensín og díesel, nýjum sem gömlum.

Notkunarleiðbeiningar: Til að bestur árangur náist notið efnið þegar skipt er um olíu og síu: Látið vélina ná hita og drepið síðan á henni. Bætið innihaldi dósarinnar saman við olíuna á vélinni(fyrir vélar upp að 6L olíu). Hlutfallslega meira þarf af efninu fyrir stærri vélar. Akið síðan í ca. 15 mín. Lekinn ætti að stöðvast á 48 klst. Ef lekinn heldur áfram, bendir það til þess að rifa eða sprunga sé í pakkdós, og ekki er annað að gera en að skipta um hana.

Innihald: Naftenísk jarðolíublanda, klórkolvatnsefni og efni eimuð úr jarðolíu.

Haldið frá hita- og neistagjöfum.

SKAÐAR HVORKI HVARFAKÚTA NÉ SÚREFNISSKYNJARA!

Stilling hf.