Startspray

Frá Gunk - Vörunúmer: GUM3815

1.477 kr


Startspray

Gunk startvökvi auðveldar gangsetningu bensín / díselvéla í kuldum-54°C og þegar rakt er. Eykur líkur á að vélin fari í gang þegar rafgeymir er orðin lélegur!

Notkunarleiðbeiningar: Sprautið ræsivökvanum beint inn í loftinntakið eða loftsíuna og ræsið vélina.

Þegar bensínvél er ræst er ráðlegt að stíga aðeins á bensíngjöfina um leið og ræst er, notið ekki innsog.

Ræsið díselvélar án þess að gefa inn olíu eða forhita glóðarkerti.

Gangsetning gengur betur með aðstoðarmanni eða fjarstýringu þannig að ræsivökvanum er sprautað í loftinntakið um leið og ræst er.

ATH: Startvökvinn myndar sprengifima blöndu í lofti.

Geymið brúsann ekki í bílnum nema það sé nauðsynlegt.Ef eterlykt finnst í bílnum má ekki kveikja á neinum rafmagnstækjum. Loftið vel út úr bílnum og fjarlægið brúsann.

Innihald: Dýetíleter

Stilling hf.