Holrúmsvörn glær

- Vörunúmer: LM6115

2.874 kr


Holrúmsvörn glær

Cavity protection white/transparent er tæringarvörn á leysiefnisgrunni ætluð til verndar í holrýmum. Það er fáanlegt sem þunnur kvikur vökvi með góða úðunareiginleika sem fást með því að úða gegnum grannt rör úr brúsanum inn í þrengsli á milli málmplatnanna.

Cavity protection white/transparent gengur inn í raka og ýtir honum brott. Efnið innheldur ryðvarnarefni að verulegan hluta. Holrýmisvörn hvít/glær breytist í fínt úðaský við úðun það hefur afbragðs eiginleika til að smjúga og þrengja sér inn í þrengsli sem þarf að verja (svo sem suðusamskeyti) og lekur óverulega út úr samskeytunum.

Eftir fullnaðarþornun myndar efnið sterka, varanlega mjúka, vatnsfælna ljósbrúna nánast glæra himnu.

Eiginleikar:

  • Smýgur vel
  • Stuttur biðtími
  • Kjörið til ryðvarnar á soðum hlutum yfirbyggingar
  • Frábær tæringarvörn
  • Gengur inn í raka og ýtir honum brott
  • Gott hitaþol

Notkunarsvið: Á verkstæðum er efnið aðallega notað til að úða á innra byrði í holrýmum til viðbótar upprunalegri vörn í nýjum ökutækjum og til endurvarnar í holrýmum eftir tjónaviðgerð. Nota má sama stút til að úða á fleti svo sem upp undir undirvagn og ná þannig mikilli ryðvörn og fersku útliti „sem nýtt væri“.

Leiðbeiningar: Allt ryð sem er á þeim flötum sem á að ryðverja þarf að fjarlægja fyrir meðferð. Úðastútinn með framlengingu sinni má nota til að ná til lítt aðgengilegra staða. Efnið þarf að vera við stofuhita við notkun. Hristið brúsann rækilega fyrir notkun. Eftir að kúlan hefur losnað þarf að hrista í eina mínútu til viðbótar.

ATH: Haldið á brúsanum í lóðréttri stöðu meðan úðað er þunnt á flötinn í u.þ.b. 20-30 cm fjarlægð frá honum. Að notkun lokinni er brúsanum snúið við og úðað þar til stúturinn er hreinn og aðeins drifefni kemur út.

Magn: 500ml

Tæknilýsing

Grunnur
vax
Litur
hvítt/glært
Þéttleiki við 20°C
0,85g/cm3
Drifefni
propan/butan
Fast efni
47 +/- 2%
Seigja við 20°C
3750 mPas
Blossamark
41°C
Suðumark
135°C
Þurrkutími
u.þ.b 1 klst.
Innihald fastra efna
35%
Lekamark fastra efna
90°C DIN 51 801
Stífleiki
200-300 µm
Hitaþol
-40°C til +90°C
Hætta á frostskemmdum
nei
Ráðlagt geymsluhitastig
5°C - 25°C
Geymsluþol
24 mánuði
Stilling hf.