Rúðulím er einþátta lím til notkunar við ísetningar á bílrúðum. Efnið er notað við herbergishita og harðnar af völdum loftraka. Rúðulím hefur farið í gegnum árekstrapróf TÜV. Límið harðnar afar hratt og hefur mikinn stífleika. Aka má farartækjum, þar sem rúður hafa verið límdar með Rúðulími, eftir 90 mínútur (loftpúði ökumannsmegin), eða 3 klst (loftpúðar bæði ökumanns- og farþegamegin), miðað við venjuleg prófunarskilyrði.
Eiginleikar
Notkunarsvið:
Líming á fram-, hliðar- og afturrúðum farartækja, (fólksflutningsbíla, þungaflutningstækja, traktora og lyftara og annarra sérhæfðra farartækja). Líming á einföldum og tvöföldum hliðarrúðum stærri fólksflutningabíla.