Rúðukítti er varanlega mjúkt lím/þéttiefni, byggt á pólýísóbútýleni, sem ætlað er til punktlímingar, en ekki er unnt að yfirmála efnið.
Varan er aðallega notuð í bílaframleiðslu til að þétta fram- og afturrúður sem sitja í gúmmípakkningum, milli gúmmís og glers, eða gúmmís og boddísætis. Rúðukítti er notað til punktlímingar og þéttingar á yfirfellingum, samsetningum, brotum, skrúfuðum samsetningum og steyptum einingum milli boddímálms og glers, plasts, viðar og annarra efna, eða milli sama efnis.
Eiginleikar:
Notagildi: Rúðukítti er notað til að mynda teygjanlegar þéttingar í bílum, aftanívögnum, hjólhýsum og kerrum. Það er einnig notað til þéttinga í skipasmiðjum, málm- og byggingariðnaði.
Notkun: Þéttifletir verða að vera hreinir, þurrir og lausir við feiti. Rúðukíttinu er sprautað á flötinn í punktum með handsprautu eða þrýstiloftssprautu. Sé þrýstiloftssprauta notuð, er mælt með 2-3 bar þrýstingi. Þrýstið kíttinu inn í allar dældir, göt og kanta, og jafnið út er nauðsynlegt þykir. Eftir skamman uppgufunartíma má strjúka af umframefni, t.d. með límbandi.
Athugið: Liqui Moly Rúðukítti ætti að geyma á köldum og þurrum stað, fjarri háu hitastigi og beinu sólarljósi.
Magn 310ml