Fjölhæf, læsanleg kajakfesting sem ber einn eða tvo kajaka og niðurfellanleg þegar hún er ekki í notkun.
Thule 848004 gerir þér kleift að stilla horn armsins í eitt af þremur mögulegum stöðum: J-stíls, stafla (stacker)eða flöt.
Í J-stíls stöðu ber burðargrindin einn kajak í örlítið hallandi stöðu.
Í stafla stöðu getur hún borið tvo kajaka upprétta. Einn kajak er settur í grindina sjálfa, á meðan hinn er lagður á þverbitana og festur við grindina. Við mælum með að nota aukalega frauðpúða til að vernda báta við slíkan flutning.
Flöt staða gerir grindina auðvelt að leggja niður þegar hún er ekki í notkun – sparar pláss og dregur úr loftmótstöðu.
Að nota 848004 sem staflagrind fyrir tvo kajaka er aðallega ætlað til einstaka nota. Ef þú flytur reglulega tvo kajaka er mælt með að bæta við annarri kajakgrind. það einfaldar fermingu og affermingu, auk þess sem bátarnir eru betur varðir.
Skrár |
|
848004 leiðbeiningar |
Thule framleiðir einungis framúrskarandi, gæðaprófaðar vörur og við ábyrgjumst gallalausa framleiðslu.
Skoða nánarStaðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | Nei |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | Nei |
Hafnarfjörður | Nei |
Selfoss | Nei |