Skilmálar Stillingar um notkun á vafrakökum

Stilling notar vafrakökur til að tryggja virkni vefsins og vefverslunarinnar með sem bestum hætti. Þessir skilmálar eiga bæði við stilling.is og varahlutir.is

Hvað eru vafrakökur?

Vafrakökur (e. Cookies) eru litlar skrár sem vistast í snjalltæki eða tölvu þinni þegar þú heimsækir vefsíðuna í fyrsta skiptið. Vafrakökur hjálpa vefsíðunni að greina á milli notenda á vefnum og hvernig þeir vilja nota vefinn. Vefkökur innihalda engar persónugreinanlegar upplýsingar.

Hvernig notar Stilling vafrakökur?

Vafrakökur eru tvenns konar annars vegar nauðsynlegar sem gera notendum kleift að vafra vefsíðuna og nota alla þá virkni sem vefsíðan bíður uppá og hins vegar vafrakökur sem bæta virkni vefsíðunnar t.d með því að muna hvaða vörur notandi setti í körfu og til þess að muna að notandi var innskráður á vefsíðuna.

Mælingar

Við notum einnig vafrakökur til að greina umferð um vefina og til að greina okkar markhópa í því skyni að geta betur beint að þeim auglýsingum. Við notum Google Analytics til að mæla umferð um vefina, en þær upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar. Þá notum við einnig Facebook og Google Ads til að birta auglýsingar til okkar notenda, en þar er heldur ekki notast við persónugreinanlegar upplýsingar.

Geymslutími

Vafrakökur eru geymdar í allt að 12 mánuði frá því að notandi heimsækir vefsvæði Stillingar

Slökkva á vafrakökum

Notendur geta og er ávallt heimilt til að stilla vafrann sinn til þess að vista engar vafrakökur, Slikar breytingar geta dregið úr heildarvirkni vefsíðunnar. Hér getur þú séð hvernig er hægt að stilla vafrakökur fyrir þinn vafra All about cookies

Með því að nota vefina og smella á „Áfram“ samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.
Stilling hf.