Sótagnarsíu vörn bætiefni

Frá Liqui Moly - Vörunúmer: LM7180

2.095 kr


Sótagnarsíu vörn

Mjög virkt íblendiefni sem dregur úr myndun sótagna og lengir þannig endingu sótagnasíu dísilvéla.

Dísilökutækjum í borgarakstri og þeim sem ekið er stuttar vegalengdir er sérstaklega hætt við stíflu í sótagnasíu. Með reglulegri notkun Diesel Particulate Filter Protection frá Liqui Moly helst sótagnasía dísilvéla hreinni og komist er hjá miklum viðgerðakostnaði og verkstæðistímum.

PRO-LINE Diesel Particulate Filter Protection tryggir fullkominn bruna eldsneytisins og dregur úr myndunsótagna. Þá dregur þetta úr útblástursmengun.

Notkunarsvið: Hentugt fyrir dísilökutæki með sótagnasíu, séu þau ekki þegar með rafeindastýrðan íblendiefnageymi fyrir síuhreinsunarkerfi. (notað t.d. af Citroen og Peugeot). Hentar einnig fyrir vöru- og hópbifreiðar.

Hver brúsi dugar fyrir 50-70 lítra af dísil.

Mælt er með að setja einn brúsa á 2000-5000 km fresti en það fer eftir hvernig er bíllinn er ekinn. Því styttri vegalengdir sem bíllinn er ekinn því oftar þarf að setja Diesel Particulate Filter Protection á tankinn.

Athugið: Varist að nota of stóran skammt og má alls ekki nota með smoke stop bætiefnum.

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss